Vélar & Þjónusta ehf

 

Um miðjan október 2009 keyptu eigendur Kraftvéla rekstur Véla & Þjónustu og ráku fyrirtækið áfram á Járnhálsi í nokkra mánuði.

Um vorið 2010 var svo ákveðið að sameina rekstur þessara tveggja fyrirtækja, og var því ákveðið að flytja rekstur Véla & Þjónustu niður á Dalveg 6-8 þar sem Kraftvélar hafa verið með sinn rekstur síðan 1998.

 

Þessi kaup voru fyrstu skref Kraftvéla inn á svið landbúnaðar á Íslandi, en í dag eru Kraftvélar stoltur umboðsaðili fyrir New Holland og Case IH landbúnaðarvélar.