New Holland logo

New Holland

New Holland  -   Óslitin sigurganga  

Upphaf fyritækisins nær aftur til ársins 1895 þegar Abe Zimmerman stofnar New Holland Machine Company en nafnið kemur frá samnefndri sýslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Fyrirtækið hóf þá framleiðslu á smærri landbúnaðarverkfærum.  Uppúr aldamótunum 1900 hóf maður frá Belgíu, að nafni Leon Claeys, framleiðslu á þrekskivélum í Zedelgam, þar sem verksmiðja New Holland stendur enn í dag.

 

Árðið 1907 byrjar Henry Ford framleiðslu á dráttarvélum með frumgerð á bensínknúnum traktor  og var hann kallaður „sjálfvirki plógurinn“. Þessi  dráttarvél fékk seinna nafnið Fordson Model F

Ári seinna hóf Fiat framleiðslu á fyrstu dráttarvélunum Model 702.

Til merkra nýjunga frá Ford sem í dag eru í fullu gildi er þrítengibeilsið sem fyrst kom fram árið 1939 á N módelinu, einum best heppnuðu dráttarvélum sem framleiddar hafa verið. 

 

Framsækni Ford heldur áfram og eru þeir orðnir meðal  stærstu framleiðanda dráttarvéla og eru þeir frumkvöðlar að vökvalyftum beislisbúnaði, loftfylltum hjólbörðum undir dráttarvélar og eru fyrstir til að nota díselmótor í dráttarvélar.

Eftir seinna stríð er nafni New Holland breytt í Sperry New Holland  og á sjöunda áratugnum kaupir fyrirtækið meirihluta í Clays í Zedelgam sem þá er orðinn stærsti framleiðandi þreskivéla í Evrópu.

Ford kaupir svo Sperry New Holland árið 1986 og er nafninu breytt í Ford New Holland.

Eftir sameiningu Ford og Fiat árið 1991 er svo nafninu breytt í það sem við þekkjum í  dag  NEW HOLLAND.

 

New Holland er í dag í eigu móðurfyrirtækisins, CNH, en það er einnig eigandi Case IH dráttarvéla. Undir nöfnum beggja fyrirtækjana eru framleiddar breiðar línur af dráttarvélum og öðrum landbúnaðarverkfærum.   Einning eru framleiddar vinnuvélar frá þessum sömu fyrirtækjum.

New Holland er markaðsleiðandi í framleiðslu landbúnaðardráttarvéla með fjölda módela í stærðunum 20 hestafla og yfir 540 hestöfl þar sem allir bændur geta fundið dráttarvél við sitt hæfi í stærð og útbúnaði.    Fyrirtækið er í dag með 14 verksmiðjur í  5 heimsálfum.

New Holland er handhafi fjöldra verðlauna og viðurkenninga fyrir framfarir og nýjunar á sviði landbúnaðarferla.

 

New Holland er ein söluhæsta dráttarvél Íslands á síðustu 10 árum.

Við bjóðum þér inn í heim New Holland þar sem hægt er að skoða vöruúrval þeirra, með því að smella á myndina hér að neðan:

 

 

Vöruúrval 3 jpg

 

Saga New Holland