Case IH

Case IH   -  Saga frumkvöðla

 

Saga Case IH er saga frumherja í smíði landbúnaðarvéla, uppgötvana þeirra og viðleitni til að þróa og betrum bæta framleiðsluvöru sína. 

Sagan þessi  nær aftur til ársins 1831 þegar frumherjar í framleiðslu landbúnaðarvéla komu hugmyndum sínum og uppfinningum í framleiðslu í þeim tilgangi að auðvelda mönnum störfin sín, auka afköst og framlegð.

Á þessu hefur engin breyting orðið.

 

DNA keðjan er óslitin frá frumkvöðlum nítjándu aldar og fram til dagsins í dag og eiga hvert fyrir sig sinn þátt í því sem CASE IH stendur fyrir í dag.  

Meðal þekktra framleiðanda og vörumerkja  eru Jerome Increase Case, (JI Case),   Cyrus McCormick (McCormick), Internationa Harvester, (Internation  þekkur sem Nallinn, Farmal  Cub, Farmal, og Magnum), Dawid Brown  og  Steiger.   Á seinni árum bættist svo við hinn austurríski Steyr.

 

Case IH er með fjölda verksmiðja um allan heim, ein tæknivæddasta verksmiðjan sem framleiðir  dráttarvélar er í St. Valentine í Austurríki en þar eru alla vélar framleiddar fyrir Evrópumarkaðinn   Þessi verksmiðja framleiddi áður Steyr dráttrvélar.

Case IH hefur í gegnum tíðina verið með mest seldu dráttarvélum á landinu.

 

Við bjóðum þér að skoða breitt vöruúrval CASE IH dráttarvéla.

 

Vöruúrval