Stralis TOTY

 

Iveco Stralis

Markmið Stralis eru margvís en þó fyrst og fremst að uppfylla kröfur nútímans um faglega flutninga í öllum verkefnum á sem besta og hagkvæmasta hátt.

 

Nýi STRALIS HI-WAY, vörubíllinn frá Iveco, hefur unnið til verðlauna „Vörubíll ársins“ („Truck of the Year “) fyrir árið 2013. Þetta er árleg viðurkenning 25 fremstu atvinnuökutækjatímarita í Evrópu.   Verðlaunin eru veitt fyrir þann flutningabíl sem hefur skilað hvað mestri framför í vöruflutningum á landi á sviði minni eldsneytiseyðslu, öryggis, akstureiginleika, þæginda og vistvæni.
 
Helstu kostir nýja STRALIS Hi-Way eru umtalsverð lækkun á heildar rekstrarkostnaði og sérbyggt hvarfakerfi HI-eSCR sem er hannað af fyrirtækinu FPT Industrial.

Með því að sameina aukin gæði ásamt forritanlegri vegaleiðsögn, rekstrarþjónustu ökutækjaflotans og ökumannaþjálfun í sparakstri, getur nýi STRALIS náð 4% lækkun á heildar rekstrarkostnaði  þar sem eknir eru að meðaltali 130 þúsund kílómetrar á ári yfir fjögurra ára tímabil.

.