Atlas Copco / Dynapac

 

Dynapac er heimsþekktur framleiðandi vegavéla (slitlagsleggjara, vegstyrkingarvéla o.fl.), þjappara, eins-, tveggja- og fjölvalsa valtara af öllum stærðum og gerðum, með eða án titrunar; þjöppunarsleða, hoppara, höggdóra, víbratora fyrir steinsteypu.

 

Kraftvélar bjóða vélar frá Dynapac en fyrirtækið hefur verið leiðandi á sínu sviði síðan það var stofnað árið 1934. Dynapac er sérhæft í framleiðslu á  tækjabúnaði fyrir malbiksútlagningu og jarðvegs- og malbiksþjöppun en framleiðir samhliða ýmis tæki fyrir steinsteypu, svo sem víbratora og pússiþyrla.


Dynapac-verksmiðjurnar eru staðsettar um heim allan en höfuðstöðvarnar eru í Malmö í Svíþjóð og þar fer öll rannsóknarvinna og þjálfun fram. Dynapac stendur fyrir vandaða framleiðslu og frábæra þjónustu og fyrirtækið leggur áherslu á að vera fremst í allri tækni og þróunarvinnu.

 

 

valtarar

 

thjoppur2